Árið búið.
Ég strengdi ekki áramótaheit. Annars yrði ég bara fyrir vonbrigðum með sjálfa mig.
Fékk bílpróf eftir að hafa fallið smá.
Ég keypti svo fallegan bíl með spoiler, sem hefur bara bilað einu sinni. Þá bíllinn sko.
Ég átti líka afmæli á árinu, en það gerist hvort sem er á hverju ári.
Ég held ég muni ekki eftir neinu öðru.
Jú.
Ég lenti í óskemmtilegu bílslysi og og tveimur ákeyrslum.
Ég færði mig til SKO af því að hringdi svo hress gaur í mig.
Ég held ég hafi hætt og byrjað í sambandi svona fimm sinnum ... og skandalaði smá.
Ég fékk mér göt í eyrun. Aftur.
Ég datt örugglega 365 sinnum sem gerir að meðaltali einu sinni á dag.
Ég blótaði mun oftar.
Ég fór ekki til útlanda en bæti úr því á þessu ári.
Ég ferðaðist ekkert, fyrir utan eina útilegu á Þingvelli.
Ég vann á Hrafnisu og var næstum hætt 365 sinnum en það gerir að meðaltali einu sinni á dag.
Ég var í Kvennó og féll ekki. Ekki einu sinni niður stigann í A!
Ég sagði alltof marga aulabrandara sem ég hló ein að og kannski Esther.
Ég keyrði held ég 12.ooo kílómetra... bara á höfuðborgarsvæðinu, hef ekki einu sinni keyrt í Mosó.
Ég sló mitt persónulega met í að versla.
Ég sló mitt persónulega met í að fara í bíó.
Ég klippti hárið mitt af.
Ég las bara tvær bækur.
Ég tók þátt í ræðukeppni.
Ég bakkaði ekkert á.
Ég keyrði hins vegar yfir mús.
Ég stóð ekki við neinar morðhótanir.
Svo svaf ég inn á milli þessa alls.
En hverjum er ekki sama?
Áramótin voru fín hjá mér ég sprengdi ekkert, alveg eins og ég hafði ákveðið.
Fór upp á slysó vegna Sprite-neyðartilfellis.
Allt saman voða gaman.
....
Spurning um að standa sig betur í blogginu á nýju ári. Er með nýjar pantanir í ævisögunum og svona. Ég dútla mér með það á árinu.
Annars vil ég bara þakka fyrir árið. En nú er komið betra ár. Árið sem maður verður átján ára.
Árið sem Margrét fær kannski bílpróf.
Árið sem ég fer til Ástralíu.
Árið sem ég kannski fæ mér aðra vinnu.
Árið sem Johnny Depp skilur við kerlinguna sína og giftist mér.
Gleðilegt ár.
Tinna - Leti er lífsstíll ársins 2007